
Daglegur rekstur - Dagleg þjónusta við útstöðvar og netþjóna.
Þjónustuver - Þjónustuver er opið samkvæmt opnunartíma og sér um að taka við málum í síma eða tölvupósti og koma þeim í réttan farveg.
Fjarþjónusta - Kerfisstjórar okkar geta fjartengst tölvum starfsmanna til að sinna málum. Fljótlegast og hagkvæmast. Oft eru málin leyst í einu símtali með þessum hætti.
Vettvangsþjónusta - Kerfisstjórar mæta á vettvang og leysa úr málum á staðnum.
24/7 þjónusta - Utan opnunartíma er starfrækt bakvaktarþjónusta allan sólarhringinn. Starfsmaður á vakt reynir að leysa neyðarmál án tafar.
Lagnavinna - Frágangur netlagna. Mikið er lagt upp úr því að allur frágangur sé snyrtilegur. Netlagnir skipulagðar til að gera ráð fyrir uppfærslum í framtíðinni.
Sérfræðiþjónusta - Kerfisstjórar með sérþekkingu aðstoða með sértæk vandamál.
Þjónustusamningar - Hægt er að útbúa þjónustusamninga með skilgreindu viðbragði, viðveru, afslætti af þjónustuliðum o.fl.
Microsoft 365 lausnir - Microsoft 365 er hugbúnaðarlausn í skýinu þar sem tölvupóstur, innanhússamskipti, skjalastjórnun og annað slíkt fer fram.
Zoho lausnir - Zoho hugbúnaðarlausnir fyrir söludeildina, þjónutudeildina, mannauðsdeildina og fleira.
G-Suite lausnir - Google býður upp á fjölbreyttar hugbúnaðarlausnir í skýinu fyrir fyrirtæki í öllum stærðarflokkum.
Prentarar og rekstarvörur.
Til kaups eða leigu.
Afritun - Gagnaafritun og endurheimt á skjölum, tölvupóstum og öðrum mikilvægum gögnum.
Vöktun - Vöktun á mikilvægum búnaði. Viðbragð getur jafnvel hafist áður en þú tekur eftir vandamálum eða áður en þú nærð að tilkynna um þau.
Vírusvarnir - Miðlægar öryggislausnir frá Microsoft og BitDefender.
Colocation - Hýsingarþjónusta fyrir vélbúnað. Þú átt netþjóninn og við sjáum um örugga hýsingu, öfluga nettengingu og orku.
Sýndarvélar - Lausnir fyrir sýndarvélar hýstar hjá okkur.



